Þrjú herskip eru væntanleg til hafnar í Reykjavík í dag. Tvö koma inn í Sundahöfn og eitt í Reykjavíkurhöfn, en skipin eru hér á vegum NATO. Stærst er beitiskipið USS Normandy, sem hefur 364 manna bandaríska áhöfn og leggst við Skarfabakka. Hin eru SPS Patino með 140 manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með 202 manna þýskri áhöfn. Skipin þrjú mynda heild sem kallast Standing NATO Maritime Group 1.