476 kandídatar brautskráðir frá Kennaraháskólanum

Á morgun laugardaginn 16. júní verða 476 kandídatar brautskráðir frá Kennaraháskóla Íslands. Athöfnin fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 11. Brautskráðir verða 409 nemendur úr grunnnámi og 67 nemendur úr framhaldsnámi þar af 5 með meistaragráðu.

Með B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði verða brautskráðir 186 kandídatar, með B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði 79 og 13 úr leikskólafræði til diplómu. Með B.S.-gráðu í íþróttafræði brautskrást 39 og 8 með B.Ed.-gráðu í íþróttafræði. Þá verða brautskráðir 40 með B.A.-gráðu í þroskaþjálfun og 9 með B.A.-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Alls ljúka 35 kandídatar kennsluréttindanámi.

Úr framhaldsnámi verða brautskráðir 62 kandídatar með Dipl.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Fimm kandídatar ljúka meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði og hafa þá 142 kandídatar lokið M.Ed.-gráðu frá skólanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert