Arnarfell heldur áfram með verkið

Síðasti hluti mannvirkjagerðar vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Síðasti hluti mannvirkjagerðar vegna Kárahnjúkavirkjunar. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

„Við fylgj­umst ekki með fjár­hags­stöðu Arn­ar­fells, en við fylgj­umst vel með fram­kvæmd­inni“, seg­ir Sig­urður Arn­alds, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­virkj­un­ar. Verk­taka­fyr­ir­tækið Arn­ar­fell bygg­ir meðal ann­ars Hrauna- og Jök­uls­ár­veitu Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Nokkr­ar taf­ir hafa verið á ákveðnum verkþátt­um í um­sjón Arn­ar­fells og hef­ur Lands­virkj­un vís­bend­ing­ar um greiðslu­erfiðleika fyr­ir­tæk­is­ins að sögn Sig­urðar.

Seink­un­in er tal­in í vik­um og snýr fyrst og fremst að vinnu of­anj­arðar, sem Lands­virkj­un vill að lögð verði áhersla á í sum­ar. Arn­ar­fell hef­ur aðallega haft áætlan­ir um vinnu neðanj­arðar til þessa. Sig­urður seg­ist þó eiga von á því að Arn­ar­fell haldi áfram með verkið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert