Arnarfell heldur áfram með verkið

Síðasti hluti mannvirkjagerðar vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Síðasti hluti mannvirkjagerðar vegna Kárahnjúkavirkjunar. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

„Við fylgjumst ekki með fjárhagsstöðu Arnarfells, en við fylgjumst vel með framkvæmdinni“, segir Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Verktakafyrirtækið Arnarfell byggir meðal annars Hrauna- og Jökulsárveitu Kárahnjúkavirkjunar. Nokkrar tafir hafa verið á ákveðnum verkþáttum í umsjón Arnarfells og hefur Landsvirkjun vísbendingar um greiðsluerfiðleika fyrirtækisins að sögn Sigurðar.

Seinkunin er talin í vikum og snýr fyrst og fremst að vinnu ofanjarðar, sem Landsvirkjun vill að lögð verði áhersla á í sumar. Arnarfell hefur aðallega haft áætlanir um vinnu neðanjarðar til þessa. Sigurður segist þó eiga von á því að Arnarfell haldi áfram með verkið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert