Frjókornamælingar gagnast ofnæmissjúklingum

Skammt er þess að bíða að grasfrjó fari að berast út í andrúmsloftið og þá getur verið gott fyrir þá sem þjást af ofnæmi að fá réttar tölur um fjölda frjókorna hverju sinni.

Margrét Hallsdóttir jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands mælir reglulega magn frjókorna í á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt henni er birkifrjó að ganga niður en skammt er þess að bíða að grasfrjó fari að angra fólk með heymæði.

Niðurstöður frjókornamælinganna er að finna á mbl.is á sama stað og veðrið og einnig á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar og á textavarpinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert