Rjúpum fækkar um nær 27% - ástand stofnsins slæmt

Ástand rjúpnastofnsins er slæmt
Ástand rjúpnastofnsins er slæmt mbl.is/Ingólfur

Árleg vortalning Náttúrufræðistofnun Íslands á rjúpu sýnir að enn minnkar rjúpustofninn og hefur hann hnignað um 27% síðan í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem rjúpum fækkar en árin tvö þar á undan óx stofninn um 80-100% milli ára. Aðeins á austanverðu landinu virðist sem stofninn haldist í stað.

Í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að í fyrra hafi rjúpum fækkað um 12% og nú um 27%. Ástand rjúpustofnsins sé því slæmt og ekki í samræmi við það sem vænta mátti. Rjúpnastofninn hefur þó áður vaxið í fjögur til fimm ár í uppsveiflu og síðan fækkað á ný.

Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna nú í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert