Rjúpum fækkar um nær 27% - ástand stofnsins slæmt

Ástand rjúpnastofnsins er slæmt
Ástand rjúpnastofnsins er slæmt mbl.is/Ingólfur

Árleg vortaln­ing Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands á rjúpu sýn­ir að enn minnk­ar rjúpu­stofn­inn og hef­ur hann hnignað um 27% síðan í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem rjúp­um fækk­ar en árin tvö þar á und­an óx stofn­inn um 80-100% milli ára. Aðeins á aust­an­verðu land­inu virðist sem stofn­inn hald­ist í stað.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands seg­ir að í fyrra hafi rjúp­um fækkað um 12% og nú um 27%. Ástand rjúpu­stofns­ins sé því slæmt og ekki í sam­ræmi við það sem vænta mátti. Rjúpna­stofn­inn hef­ur þó áður vaxið í fjög­ur til fimm ár í upp­sveiflu og síðan fækkað á ný.

Mat á veiðiþoli rjúpna­stofns­ins mun liggja fyr­ir í ág­úst í kjöl­far mæl­inga á varpár­angri rjúpna nú í sum­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert