SHÍ stendur fyrir Lifandi bókasafni á 17. júní

Stúdentaráð Háskóla Íslands stendur fyrir bókasafni með lifandi bókum.
Stúdentaráð Háskóla Íslands stendur fyrir bókasafni með lifandi bókum. mbl.is/Gunnar Svanberg Skulason

Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) stendur fyrir Lifandi bókasafni í annað sinn á þessu ári þann 17. júní. Lifandi bókasafn starfar eins og venjulegt bókasafn, það er lesendur fá "lánaða" bók í takmarkaðan tíma. Munurinn felst í því að bækur Lifandi bókasafns eru fólk.

Bækurnar í Lifandi bókasafni eru fulltrúar hópa sem oft mæta fordómum og eru fórnarlömb misréttis og félagslegrar útilokunar. Á Lifandi bókasafni geta bækurnar ekki aðeins talað, heldur einnig svarað spurningum lesandans og þar að auki geta bækurnar jafnvel spurt spurninga og sjálfar fræðst, segir í fréttatilkynningu jafnréttisnefndar SHÍ.

Dæmi um bækur til útláns á Lifandi bókasafni á sunnudag:

  • Barn barna - 13 ára strákur sem fæddist undir forsjá 10. bekkjar foreldra
  • Ég er öruggur með karlmennsku mína - Karlkyns femínisti
  • Minn tími er kominn – Kvenkyns femínisti
  • Ég les varir þínar – Heyrnarlaus einstaklingur
  • Mannkynhneigð – Tvíkynhneigður einstaklingur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert