Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, fagna því að fleiri mótorhjólasamtök og klúbbar hafi blandað sér opinberlega í umræður undanfarinna daga varðandi hraðakstur sbr. yfirlýsingu sem birtist á www.mbl.is 14. júní sl.
Þetta málefni er ekki einkamál Snigla heldur hefur það áhrif á alla bifhjólamenn og það góða starf sem unnið er innan annarra bifhjólaklúbba landsins, að því er segir í tilkynningu frá Sniglunum.
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar taka eindregið undir þessa yfirlýsingu Postula og Arna og fordæma allan háskaakstur sem og önnur brot á umferðalögum almennt.