VG fagnar gjaldfrjálsum Strætó

Vinstri græn í Kópavogi fagna þeim sinnaskiptum meirihlutans í bæjarstjórn sem fram kemur í tillögu þeirra um gjaldfrjálsan Strætó. Þetta kemur fram í yfirlýsingu.

„Vinstri græn fluttu 27. febrúar s.l. tillögu um gjaldfrjálsan Strætó, en meirihlutaflokkarnir felldu hana. Á bæjarstjórnarfundi þann 12.06. s.l. voru málefni strætó enn til umræðu og í þeirri umræðu lýstu fulltrúar meirihlutans sig enn andvíga gjaldfrjálsum strætó. Sinnaskipti þeirra nú sýna hins vegar hve kröftugur málflutningur stjórnarandstöðu getur haft mikil áhrif, og ber að fagna því," að því er segir í yfirlýsingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert