Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk

Sýslumaðurinn á Selfossi vill gera mótorhjólin upptæk
Sýslumaðurinn á Selfossi vill gera mótorhjólin upptæk mbl.is/Júlíus
Eftir Rúnar Pálmason

runarp@mbl.is

Sýslumaðurinn á Selfossi hyggst gera það sem í hans valdi stendur til þess að mótorhjól mannanna sem óku á ofsahraða undan lögreglu frá Kambabrún þar til þeir lentu í árekstri á Breiðholtsbraut aðfaranótt mánudags sl. verði tekin af þeim fyrir fullt og allt. Hann hefur þegar lagt hald á hjólin og mun krefjast þess fyrir dómi að þau verði gerð upptæk til ríkissjóðs.

Sýslumanni er heimilt að gera þessa kröfu samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í vetur.

Í lögunum segir m.a. að þegar um stórfelldan eða ítrekaðan hraðakstur, eða akstur sem telst sérstaklega vítaverður, sé að ræða megi gera vélknúið ökutæki sem ökuskírteini þarf til að stjórna upptækt, nema það sé eign manns sem ekkert er viðriðinn brotið.

Nú kynni einhver að halda að ökuníðingar gæti sloppið við þessa refsingu með því að aka bara of hratt á lánsbíl eða -hjóli. Svo er ekki, því í lögunum er girt fyrir þennan möguleika, þar segir að við sömu aðstæður megi gera ökutæki hins brotlega upptækt, jafnvel þótt það hafi ekki verið notað þegar brotið var framið.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert