Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk

Sýslumaðurinn á Selfossi vill gera mótorhjólin upptæk
Sýslumaðurinn á Selfossi vill gera mótorhjólin upptæk mbl.is/Júlíus
Eft­ir Rún­ar Pálma­son

run­arp@mbl.is

Sýslumaður­inn á Sel­fossi hyggst gera það sem í hans valdi stend­ur til þess að mótor­hjól mann­anna sem óku á ofsa­hraða und­an lög­reglu frá Kamba­brún þar til þeir lentu í árekstri á Breiðholts­braut aðfaranótt mánu­dags sl. verði tek­in af þeim fyr­ir fullt og allt. Hann hef­ur þegar lagt hald á hjól­in og mun krefjast þess fyr­ir dómi að þau verði gerð upp­tæk til rík­is­sjóðs.

Sýslu­manni er heim­ilt að gera þessa kröfu sam­kvæmt lög­um sem samþykkt voru á Alþingi í vet­ur.

Í lög­un­um seg­ir m.a. að þegar um stór­felld­an eða ít­rekaðan hraðakst­ur, eða akst­ur sem telst sér­stak­lega víta­verður, sé að ræða megi gera vél­knúið öku­tæki sem öku­skír­teini þarf til að stjórna upp­tækt, nema það sé eign manns sem ekk­ert er viðriðinn brotið.

Nú kynni ein­hver að halda að ök­uníðing­ar gæti sloppið við þessa refs­ingu með því að aka bara of hratt á láns­bíl eða -hjóli. Svo er ekki, því í lög­un­um er girt fyr­ir þenn­an mögu­leika, þar seg­ir að við sömu aðstæður megi gera öku­tæki hins brot­lega upp­tækt, jafn­vel þótt það hafi ekki verið notað þegar brotið var framið.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert