Aðsókn óbreytt þrátt fyrir reykingabann

Frá Prikinu
Frá Prikinu mbl.is/Árni Torfason

Reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum hefur ekki haft teljandi áhrif á aðsókn fólks að skemmtistöðum í Reykjavík. Reykingafólk er fljótt að laga sig að aðstæðum og bregður sér út fyrir staðina til að svala níkótínþörfinni. Á hinn bóginn er ljóst að sóðaskapur hefur snaraukist og íbúar í miðbænum kvarta undan hávaðanum sem útiganginum fylgir. Þetta kemur meðal annars fram í úttekt Morgunblaðsins á helstu skemmtistöðum borgarinnar sem þjónusta hátt á annan tug þúsunda kvöldgesta um hverja helgi. Vinsælasti skemmtistaðurinn í miðbæ Reykjavíkur er Café Oliver að Laugavegi 20A en um staðinn fara um 2.200 til 2.500 manns á venjulegu laugardagskvöldi.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert