Fimm allvænir hákarlar voru á fyrstu lóðinni af þremur sem bræðurnir Gunnar og Ragnar Steingrímssynir vitjuðu um í gærkvöldi. Þeir sigldu því í land með hákarlana fimm í eftirdragi. Hákarlarnir voru síðan dregnir á land í Haganesvík í dag og var talsvert af fólki mætt til að fylgjast með þessu því þótt árlega sé gert út á hákarl frá Haganesvík er afar sjaldan sem svo margir koma á land í einu.
Þetta eru líka tilkomu miklar skepnur þótt ekki geti þær talist sérstakt augnayndi.