Gagnrýna að ekki sé meira samráð milli sveitarfélaga um gjaldtöku í strætó

Þorvaldur Örn Kristmundsson
Eft­ir Gunn­ar Pál Bald­vins­son

gunnar­pall@mbl.is

Ýmsir bæj­ar­stjór­ar á höfuðborg­ar­svæðinu eru síður en svo ánægðir með hvernig starfs­bræður þeirra í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um hafa staðið að því að bjóða stór­um hóp­um íbúa að ferðast gjald­frjálst með stræt­is­vögn­um.

Bæj­ar­ráð Kópa­vogs samþykkti í fyrra­dag að frá og með næstu ára­mót­um yrði gjald­frjálst fyr­ir alla íbúa Kópa­vogs í Strætó. Gunn­ar I. Birg­is­son seg­ir breyt­ing­una til komna vegna ákvörðunar Reykja­vík­ur­borg­ar og Hafn­ar­fjarðarbæj­ar um að veita ákveðnum hóp­um not­enda frí­ar ferðir með stræt­is­vögn­um. Frá og með haust­inu munu fram­halds- og há­skóla­nem­ar bú­sett­ir í Reykja­vík geta ferðast með strætó án þess að þurfa að greiða far­gjald og Hafn­f­irðing­ar eldri en 67 ára hafa frá og með síðastliðnum ára­mót­um fengið farmiða gegn fram­vís­un svo­kallaðs vild­ar­korts. Bæði þessi sveit­ar­fé­lög ákváðu ein­hliða að veita sín­um íbú­um þessa þjón­ustu og gagn­rýndi Gunn­ar það á sín­um tíma. "Mér þótti sú aðferð ekki góð en við not­um hana núna og þá er bara jafnt með liðunum," seg­ir Gunn­ar.

Hefðu viljað meira sam­ráð

Lúðvík Geirs­son, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðarbæj­ar, seg­ir ákvörðun bæj­ar­ráðs Kópa­vogs koma sér á óvart. Hann seg­ir að ekki hafi staðið á Hafn­ar­fjarðabæ hvað það varðar að fella niður gjald­skyld­una. "Í mín­um huga snýst þetta um að sveit­ar­fé­lög­in séu sam­taka í sín­um áhersl­um," seg­ir Lúðvík og bend­ir á að sér finn­ist sér­kenni­legt að þessi mál séu ekki rædd á sam­eig­in­leg­um vett­vangi Sam­bands sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH) þar sem nú standi ein­mitt til að ræða mál­efni Strætó bs.

Ekki sann­færð um ágæti þess að gjald­frjálst sé í strætó

Hvorki Gunn­ar né Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, er viss um ágæti þess að gjald­frjálst sé í strætó. Bæði benda þau á að skyn­sam­legra sé að ferðir séu tíðar og komi mönn­um á áfangastað. Á end­an­um séu það alltaf bæj­ar­bú­ar sem þurfi að greiða fyr­ir þjón­ust­una. Ragn­heiður tel­ur jafn­framt að þessi mál hefði átt að ræða á vett­vangi SSH. "Auðvitað er það á for­ræði ein­stakra sveit­ar­fé­laga að auka þjón­ustu en ég tel afar óheppi­legt að ein­stök sveit­ar­fé­lög séu með yf­ir­lýs­ing­ar sem þess­ar vegna þess að þetta mun hafa ákveðin ruðnings­áhrif til okk­ar í hinum sveit­ar­fé­lög­un­um."

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert