Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið

mbl.is

Hrefnukjöt stendur viðskiptavinum Hagkaupa ekki lengur til boða þar sem eftirspurnin er lítil sem engin að sögn Sigurðar Reynaldssonar, innkaupastjóra matvöru hjá Hagkaupum. Hann segir að verslanirnar hafi farið að selja kjötið fyrir um tveimur árum en hafi nú hætt því alveg. Sigurður segist ekki sjá fram á að hrefnukjöt verði hluti af íslenskri matarmenningu til framtíðar. "Ég held að vandamálið sé að þegar hrefnukjöt hverfur af markaðnum í 15–20 ár þá er komin ný kynslóð sem þekkir ekki kjötið og kann ekki að elda þetta, svo það er rosalega erfitt að byrja aftur eftir svona langt stopp." Nú hafi tekið við nýjar hefðir með léttara kjöti og ekki sé auðvelt að snúa slíkri þróun við.

Markaðsherferð yrði dýr

Ekki er víst að markaðsherferðir myndu borga sig, að mati Sigurðar, þar sem mikið átak þyrfti til að salan tæki við sér og slíkt kostaði milljónir. "Ekki veit ég hvort ríkisstjórnin eða hrefnuveiðimenn vilja fara út í þann kostnað." Ekki stendur til að Hagkaup endurskoði sölu á hrefnukjöti.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert