Kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ hófst í morgun og hlupu konur í Mosfellsbæ og Akureyri klukkan ellefu. Hlaupið er á flestum stöðum landsins í dag en áætlað er að á bilinu 16 til 18 þúsund konur taki þátt. Hlaupið hefur verið árviss viðburður frá 1990 en talið er að flestar konur taki þátt í Garðabæ og hefst hlaupið þar klukkan tvö.
Hlaupið er í fleiri löndum en Íslandi til dæmis í Búlgaríu, Kanada og Namibíu.
Nánari upplýsingar um hlaupin víða um land er að finna á vefsíðu Sjóvá .