Mænusköðum eftir slys hefur fjölgað gríðarlega

Mynd frá Grensásdeildinni - fólkið á myndinni tengist ekki umfjöllunarefni …
Mynd frá Grensásdeildinni - fólkið á myndinni tengist ekki umfjöllunarefni fréttarinnar
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson

orsi@mbl.is

Bílar eru orðnir betri og sterkari, vegir öruggari, en þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur alvarlegum slysum með hryggbrotum og mænusköðum síst fækkað, heldur fjölgað og það mjög mikið. Á Grensásdeild Landspítalans fer fram endurhæfing sjúklinga eftir slys og tekur endurhæfing marga mánuði og er flestum sjúklingum mjög erfið. Gísli Einarsson, yfirlæknir á Grensásdeild, segir að frá árinu 2000 hafi mænusköðum fjölgað gríðarlega eftir ákveðna fækkun á árabilinu 1973-1998. Læknar sem annast afleiðingar alvarlegra bílslysa eru óneitanlega nokkuð uggandi í sumarbyrjun yfir því hvað muni gerast á vegum landsins þegar sumarfrí fólks standa sem hæst með tilheyrandi umferð.

"Þótt bílarnir séu orðnir miklu betri en áður, þá eru slysin ekkert minna alvarleg en áður," bendir Gísli á. Með kraftmeiri bílum hefur hraðinn aukist og þar með hættan á alvarlegum meiðslum en auk þess vekur athygli að vanræksla hvað varðar bílbeltanotkun hefur átt sinn þátt í að orsaka hin erfiðu meiðsli.

"Á 25 ára tímabili 1973-1998, fækkaði mænusköðum, sennilega mest fyrir bættar aðstæður í umferðinni, s.s. með bílbeltanotkun og betri bílum, en síðastliðin 7-8 ár hefur mænusköðum hins vegar fjölgað stöðugt. Þarna er aðallega um að ræða ungt fólk sem keyrir út af og er ekki í bílbelti. Við þetta bætast síðan mænuskaðar vegna slysa á fjórhjólum, hestum og bifhjólum.

Við vitum ekki alveg hvort þessi aukning er komin til að vera en hitt er víst að hún er alveg gríðarleg á nokkrum árum," segir Gísli.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert