Mikill fjöldi fólks á Bíladögum

Vilhjálmur Jónsson gerir Ford Torino GT árgerð 1968 kláran fyrir …
Vilhjálmur Jónsson gerir Ford Torino GT árgerð 1968 kláran fyrir bílasýninguna, sem haldin verður í Boganum á Akureyri á morgun. mbl.is/þorgeir Baldursson

Bíladagar á Akureyri fóru vel fram í dag. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var erill og einhverjar óspektir á tjaldstæðinu á Hömrum við Kjarnaskóg snemma í morgun og tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur seinni part dags en að öðru leyti hafa hátíðahöldin gengið rólega fyrir sig. Mikil umferð hefur verið í bænum, svo mikil að sögn lögreglu að hún hefur alfarið komið í veg fyrir hraðakstur.

Klukkan 6 mun fara fram spyrnukeppni á lokuðum vegarkafla í bænum þar sem götuskráðir bílar munu keppa á einum áttunda úr mílu.

Þetta fer fram undir eftirliti lögreglunnar en sérútbúnir bílar og mótorhjól hafa verið bönnuð í þessari keppni.

Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri er verslunarmannahelgarstemmning í bænum og þar sem við því var búist var tjaldsvæðinu sem er innanbæjar lokað til að koma í veg fyrir ónæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert