Tóku fram úr sjúkrabíl í forgangsakstri

Bílalestin tók fram úr sjúkrabifreið í forgangsakstri.
Bílalestin tók fram úr sjúkrabifreið í forgangsakstri. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Umferðaróhapp varð við bæinn Minni-Akur í Blönduhlíð í gærkvöldi þegar tveir bílar fóru út af veginum. Bílarnir voru í samfloti með fimm öðrum bílum. Farþegarnir hlutu minniháttar meiðsl og var einn þeirra fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki tók bílalestin fram úr sjúkrabílnum sem var í forgangsakstri á leið til Akureyrar.

Mikill erill hefur verið hjá lögreglunni á Sauðárkróki vegna hraðaksturs um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka