Björn Ingi Hrafnsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, sagði í ávarpi sínu á Austurvelli er hátíðardagskrá þjóðhátíðardagsins var formlega sett, að mikil breyting hafi orðið er á samsetningu þjóðarinnar á undanförnum árum. Talaði hann um hve mörg börn í grunnskólum Reykjavíkur eru af erlendum uppruna og nefndi sem dæmi hverfi í borginni þar sem yfir 20% barna eru með annað tungumál en íslensku sem fyrsta tungumál.