Fálkaorðan veitt á Bessastöðum

Forseti Íslands veitti 10 Íslendingum fálkaorðuna í dag.
Forseti Íslands veitti 10 Íslendingum fálkaorðuna í dag. mbl.is/Árni Torfason

Við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum í dag, 17. júní 2007, sæmdi for­seti Íslands tíu Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu.

Þeir eru:
1. Ásgeir J. Guðmunds­son iðnrek­andi, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu ís­lensks hús­gagnaiðnaðar
2. Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir hót­el­stjóri, Ísaf­irði, ridd­ara­kross fyr­ir störf að ferðaþjón­ustu lands­byggðar
3. Björn R. Ein­ars­son hljómlist­armaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu ís­lenskr­ar tón­list­ar
4. Guðjón Sig­urðsson formaður MND sam­tak­anna, Hafnar­f­irði, ridd­ara­kross fyr­ir for­ystu í mál­efn­um sjúk­linga
5. Guðrún Kvar­an orðabók­arrit­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu orðfræða og ís­lenskr­ar tungu
6. Kristján Sæ­munds­son jarðfræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu ís­lenskra jarðvís­inda
7. Mar­grét Friðriks­dótt­ir skóla­meist­ari, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu mennt­un­ar og fræðslu
8. Pét­ur Svein­bjarn­ar­son stjórn­ar­formaður Sól­heima, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf að sam­hjálp og vel­ferðar­mál­um
9. Stein­unn Sig­urðardótt­ir hönnuður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir frum­herja­störf í þágu fata­hönn­un­ar
10. Sverr­ir Her­manns­son safnamaður, Ak­ur­eyri, ridd­ara­kross fyr­ir stofn­un Smá­muna­safns­ins og fram­lag til vernd­un­ar gam­alla húsa

Venju samkvæmt veitti forseti Íslands tíu Íslendingum fálkaorðuna í dag.
Venju sam­kvæmt veitti for­seti Íslands tíu Íslend­ing­um fálka­orðuna í dag. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert