Hátíðahöld hafa gengið mjög vel um land allt

Fjölskrúðugt mannlíf var í miðborg Reykjavíkur í góðu veðri í …
Fjölskrúðugt mannlíf var í miðborg Reykjavíkur í góðu veðri í dag. mbl.is/Golli

Þjóðhátíðargestir hafa skemmt sér fallega á Akureyri í dag og að sögn lögreglu eru gestkomandi hátíðargestir farnir að tínast úr bænum í rólegheitum. Allt fór friðsamlega fram og engin mál komið inn á borð lögreglunnar fyrir utan einn ölvunarakstur í grennd við tjaldstæðið í morgun.

Hátíðahöld hafa gengið mjög vel víðast hvar um landið enda veður gott og hentugt til útiveru. Lögreglan á Blönduósi sagði að töluvert væri um hraðakstur á mönnum á leið suður og að tugir manna hefðu verið stöðvaðir fyrir hraðakstur í þeirra umdæmi yfir helgina.

„Mannlífið hefur gengið eins og best verður á kosið," sagði lögreglan á Húsavík og þá sögu var að segja hringinn í kringum landið.

Karamellum og sælgæti var dreift úr flugvélum bæði á Hvanneyri og í Vík í Mýrdal og á Vík og Klaustri voru björgunarsýningar og fór til dæmis maður yfir Skaftá á snjósleða.

Fjallkonan á Blönduósi var Jóhanna Magnúsdóttir frá Hnjúki. Margt var um vélhjólamanninn á leið í gegn um Blönduós á heimleið frá Akureyri en þeir sem og aðrir vegfarendur þurftu að bíða á meðan skrúðgangan fór yfir Blöndubrú

Skátar gengu að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í morgun.
Skátar gengu að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í morgun. mbl.is/Golli
Frá hátíðahöldum á Blönduósi.
Frá hátíðahöldum á Blönduósi. mbl.is/Jón Sigurðsson
Vélhjólamenn sem aðrir þurftu að bíða á meðan skrúðgangan fór …
Vélhjólamenn sem aðrir þurftu að bíða á meðan skrúðgangan fór yfir þjóðveginn. mbl.is/Jón Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka