Á Hvanneyri stóð ungmennafélagið Íslendingur fyrir hátíðahöldum í frábæru veðri. Stór hluti þorpsbúa tók þátt í skrúðgöngunni þrammaði út í skjólbelti þar sem var grillað og farið í leiki.
Hápunktur hátíðarhaldanna var þegar flugvél flaug yfir svæðið og kastaði niður sælgæti til barnanna sem eyddu síðan drjúgum tíma í að týna það upp og leita að því.