Verður Menntaskólinn á Akureyri gerður að einkaskóla?

Skólameistari MA segist þurfa að tryggja rekstraröryggi skólans.
Skólameistari MA segist þurfa að tryggja rekstraröryggi skólans. mbl.is/Hjálmar

Í ræðu Jóns Más Héðinssonar skólameistara Menntaskólans á Akureyri við skólaslit í dag kom fram að hugmyndir séu uppi um að gera skólann að einkaskóla. Hugmyndin er þó ekki ný af nálinni. „Þetta hefur verið athugað áður en var þá ekki fylgt eftir. Enn sem komið er hafa ekki verið gerðar neinar kannanir eða athuganir, enda var mér falið að athuga kosti þess að tryggja rekstraröryggi skólans með þessum hætti á skólanefndarfundi í síðustu viku," sagði Jón Már í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.

„Við munum skoða módel Verslunarskóla Íslands til að sjá hvort það sé eitthvað sem henti Menntaskólanum. Það er hins vegar alveg ljóst að við stefnum ekki á að taka upp skólagjöld heldur fyrst og fremst leita eftir styrkjum frá fyrirtækjum til að styrkja reksturinn. Við ætlum ekki að sitja með hendur í skauti og bíða eftir að eitthvað gerist, heldur leysa okkar mál sjálf," sagði Jón Már.

Í ræðu Jóns Más kom fram að ráðstöfunarfé skólans hefur verið skert um 30% á hverju ári síðastliðin 3 ár, en með því er átt við þær tekjur sem skólinn hefur yfirráð yfir fyrir utan fyrir utan fastan launakostnað, rafmagn, hita, húsaleigu og þess háttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert