Verður Menntaskólinn á Akureyri gerður að einkaskóla?

Skólameistari MA segist þurfa að tryggja rekstraröryggi skólans.
Skólameistari MA segist þurfa að tryggja rekstraröryggi skólans. mbl.is/Hjálmar

Í ræðu Jóns Más Héðins­son­ar skóla­meist­ara Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri við skóla­slit í dag kom fram að hug­mynd­ir séu uppi um að gera skól­ann að einka­skóla. Hug­mynd­in er þó ekki ný af nál­inni. „Þetta hef­ur verið at­hugað áður en var þá ekki fylgt eft­ir. Enn sem komið er hafa ekki verið gerðar nein­ar kann­an­ir eða at­hug­an­ir, enda var mér falið að at­huga kosti þess að tryggja rekstr­arör­yggi skól­ans með þess­um hætti á skóla­nefnd­ar­fundi í síðustu viku," sagði Jón Már í sam­tali við blaðamann Morg­un­blaðsins.

„Við mun­um skoða mód­el Versl­un­ar­skóla Íslands til að sjá hvort það sé eitt­hvað sem henti Mennta­skól­an­um. Það er hins veg­ar al­veg ljóst að við stefn­um ekki á að taka upp skóla­gjöld held­ur fyrst og fremst leita eft­ir styrkj­um frá fyr­ir­tækj­um til að styrkja rekst­ur­inn. Við ætl­um ekki að sitja með hend­ur í skauti og bíða eft­ir að eitt­hvað ger­ist, held­ur leysa okk­ar mál sjálf," sagði Jón Már.

Í ræðu Jóns Más kom fram að ráðstöf­un­ar­fé skól­ans hef­ur verið skert um 30% á hverju ári síðastliðin 3 ár, en með því er átt við þær tekj­ur sem skól­inn hef­ur yf­ir­ráð yfir fyr­ir utan fyr­ir utan fast­an launa­kostnað, raf­magn, hita, húsa­leigu og þess hátt­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka