Hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardagsins fóru að mestu vel fram í gærkvöldi í miðborg Reykjavíkur að sögn lögreglu. Talið er að um 30-40 þúsund manns hafi verið í miðborginni, hátíðarhöldunum lauk í gærkvöldi með tónleikum, segir lögregla að þótt eitthvað hafi verið um ölvun, þá hafi allt farið mjög friðsamlega fram miðað við mannfjöldann.