Íslendingar og Norðmenn æfa lögregluaðgerðir

Þyrlurnar Líf og Gná á æfingunni.
Þyrlurnar Líf og Gná á æfingunni. mynd/LHG

Æfing Landhelgisgæslunnar með sérsveit ríkislögreglustjórans og Deltasveit norsku lögreglunnar var nýlega haldin í Hvalfirði. Landhelgisgæslan og ríkislögreglustjórinn gerðu nýlega með sér samstarfssamning og eru sameiginlegar æfingar haldnar á grundvelli samningsins.

Þá segir Landhelgisgæslan, að norska lögreglan og ríkislögreglustjórinn hafi verið í nánu samstarfi allt frá árinu 1982 sem felist meðal annars í skiptiþjálfun. Af þessum sökum taki norska lögreglan þátt í æfingum með Landhelgisgæslunni og embætti ríkislögreglustjóra.  Önnur æfing með sömu þátttakendum er fyrirhuguð á næstunni.

Af hálfu Landhelgisgæslunnar tóku áhafnir á björgunarþyrlunum Gná og Líf þátt og jafnframt áhöfnin á varðskipinu Tý.

Sérsveitarmenn við æfingu í Hvalfirði.
Sérsveitarmenn við æfingu í Hvalfirði. mynd/LHG
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert