„Misráðið að gera harðindin að tylliástæðu til breytinga á kvótakerfinu"

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf, segir umræðu undanfarinna daga um skýrslu Hafrannsóknarstofnunar annars vegar og kvótakerfið hins vegar vera nokkuð annarlega. Þar sé blandað saman umfjöllun um tvö aðskilin atriði, annars vegar það hversu mikið megi veiða af fiski úr sjónum og hins vegar það hvernig veiðiheimildum skuli skipt á milli aðila.

Þá segist Eggert telja misráðið að nota harðindin nú sem tylliástæðu til að gera breytingar á kvótakerfinu. Vilji menn gera breytingar á því eigi þeir að hafa kjark til að gera það hvernig sem árar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert