Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann um þrítugt, Stefán Hjaltested Ófeigsson, í 2 ára fangelsi fyrir nauðgun. Þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi manninn í 1½ árs fangelsi. Stefán var einnig dæmdur til að greiða konunni 1 milljón króna í miskabætur. Hann hefur áður verið dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir samskonar brot og var síðari dómurinn refsiauki.

Hæstiréttur segir, að með vísan til þess að héraðsdómur hafði metið frásögn konunnar af atburðinum trúverðuga, auk þess sem hún fékk stoð í líkamlegum áverkum á konunni eftir atburðinn, lostástand og andlegra erfiðleika hennar í kjölfar atburðarins, svo og framburð vitna um frásögn konunnar strax á fyrstu stigum sé niðurstaða um sakfellingu Stefáns staðfest.

Konan kærði nauðgunina í desember árið 2005 og sagði ástæðu þess að hún kærði atburðinn svo seint vera þá, að hún hefði ekki treyst sér til að leggja fram kæru þar sem henni hafi ekki fundist hún hafa neitt í höndunum, auk þess sem hún hafi verið full sjálfsásökunar þar sem hún hefði farið heim með manninum. Málið hafi síðan hvolfst yfir hana þegar hún sá fréttaflutning af því að maðurinn hefði hlotið dóm fyrir samskonar brot og hún hefði sjálf orðið fyrir. Hún hafi því ákveðið að leggja fram kæru í því skyni að takast á við þetta.

Konan bar að hún hefði farið með manninum heim til hans og þá fundið lítillega til áfengis­áhrifa, en alls ekki verið ofurölvi. Skömmu síðar sagðist hún hafa fundið fyrir sljóleika og síðan muni hún í brotum hvað hefði gerst eftir það en hún rankað við sér í rúminu og var maðurinn þá að hafa við hana mök og sló hana ítrekað á mjaðmirnar.

Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist hafa sofið hjá umræddri konu en það hefði verið með samþykki hennar.

Héraðsdómur taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi þröngvað konunni með ofbeldi til samræðis í sófa í stofu á heimili sínu. Hafi þessi atburður valdið konunni miklum andlegum þjáningum og verið henni þungbær. haft neikvæð áhrif á geðheilsu hennar, skaðað sjálfsmynd hennar og dregið úr sjálfstrausti og muni setja mark sitt á líf hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert