„Þetta hefur mistekist"

Einar Oddur Kristjánsson.
Einar Oddur Kristjánsson.

„Það hlýtur hver einai maður sem er ekki blindur og heyrnarlaus að sjá að þetta hefur mistekist," sagði Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, þegar leitað var viðbragða hjá honum við harkalegri gagnrýni Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, á kvótakerfið í hátíðarræðu þess síðarnefnda á Ísafirði í gær.

„Við hljótum og verðum að nálgast þessa hluti með opnum huga. Við verðum að vera reiðubúnir til þess að endurskoða allt, algjörlega frá grunni," sagði Einar Oddur og vísaði þar til bæði kvótakerfisins, rannsókna og veiðiráðgjafarinnar.

„Við höfum verið að úthluta þyngd af fiski, en höfum alveg sleppt út úr þessu þremur meginvíddunum, þ.e.a.s. hvernig við veiðum, hvar við veiðum og hvenær við veiðum," sagði Einar Oddur og sagðist þeirrar skoðunar að neituðu menn að horfast augu við þá staðreynd að ekki hefði náðst neinn árangur á sviði fiskveiðistjórnunar, þá væri fyrst komið í óefni.

Byggð á Vestfjörðum stendur ákaflega höllum fæti

Aðspurður sagðist Einar Oddur vilja sjá gripið til aðgerða sem allra fyrst og taldi almenna samstöðu á Alþingi fyrir endurskoðun kvótakerfisins. „Þetta er slík katastrófa sem býður okkar að við komumst ekki hjá því að taka á málinu nú þegar," sagði Einar Oddur og minnti á að kveðið væri á um það í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar að gera skuli sérstaka athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða. „Ég sé enga ástæða til að bíða neitt með það að undirbúa slíka athugun."

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert