Vísar að innflytjendahverfum að myndast

yYfirlitsmynd af Breiðholtinu.
yYfirlitsmynd af Breiðholtinu. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur

gunnhildur@mbl.is

Vísar að innflytjendahverfum hafa myndast á höfuðborgarsvæðinu, en hlutfall erlendra ríkisborgara er samt hvergi mjög hátt í hverfum borgarinnar. Þar sem hlutfallið er hæst er um að ræða blandaðan hóp innflytjenda, en ekki einsleita þjóðernishópa og ástæður samþjöppunar eru fyrst og fremst fjárhagslegar, en ekki val. Þetta kemur fram í lokaverkefni Jórunnar Írisar Sindradóttur til B.S. gráðu í landfræði.

Hæst hlutfall í Fellahverfi

Ástæður þess að hlutfall erlendra ríkisborgara er hærra í þeim hverfum en öðrum eru fyrst og fremst fjárhagslegar, ekki er um það að ræða að innflytjendur sækist eftir því að búa í nágrenni hver við annan.

Stór hluti innflytjenda vinnur láglaunastörf og því hafa þeir helst tök á að kaupa eða leigja þar sem húsnæðisverð er lágt eins og í Fellahverfi. Fólk sem kemur hingað til að afla tekna í afmarkaðan tíma kýs oft ekki að reka bíl og því getur verið hentugt að búa í miðbænum í grennd við vinnustaði, þjónustu og miðstöð almenningssamgangna. Flestir erlendir ríkisborgarar sem búa á Kjalarnesi eru verkamenn sem stunda vinnu bæði þar og annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu og einhverjir þeirra búa í húsnæði sem ætlað er til atvinnustarfsemi, eins og þekkist víðar í borginni.

Jórunn Íris komst að því að í þeim hverfum þar sem hlutfall erlendra ríkisborgara var hvað hæst voru erlendir íbúar af mörgum þjóðernum og því ekki hægt að tala um þjóðernislega einsleit innflytjendahverfi hér eins og sumstaðar í nágrannalöndunum. Þó eru vísbendingar um að búsetumynstur fólks frá Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku annarsvegar og innfæddra Íslendinga hinsvegar sé mjög líkt, en að hlutfall íbúa frá Suðaustur-Asíu sé helst frábrugðið því. Það skýrist af því að innflytjendur frá Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku eru oft betur staddir fjárhagslega en fólk frá öðrum heimshlutum.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert