Barnaspítali Hringsins fær 50 milljón króna afmælisgjöf

Frá vökudeild Barnaspítalans Hringsins.
Frá vökudeild Barnaspítalans Hringsins. mbl.is/Þorkell

Barnaspítali Hringsins heldur upp á 50 ára afmæli sitt í dag. Í tilefni af afmæli Barnaspítala Hringsins ákváðu Hringskonur að færa Barnaspítala Hringsins að gjöf 50 milljónir króna. Upphæð þessi verður notuð til þess að efla ennfremur tækjabúnað Barnaspítala Hringsins til þess að bæta þjónustu hans og til að auka öryggi sjúklinga.

Samkvæmt tilkynningu hefur spítalinn á 50 árum vaxið og dafnað með aukinni og bættri þjónustu. Í upphafi var Barnaspítalinn staðsettur í fyrstu byggingu Landspítalans á efstu hæð. Árið 1965 flutti Barnaspítalinn um set en síðan árið 2003 í nýjan Barnaspítala Hringsins.

„Kvenfélagið Hringurinn hefur farið í fararbroddi styrktaraðila Barnaspítala Hringsins um áratuga skeið. Kvenfélagið hefur með óbilandi kjarki og miklum dugnaði stutt Barnaspítalann með tækjagjöfum og fjárframlögum. Í upphafi styrktu Hringskonur kaup á rúmum og rúmfatnaði, undanfarið hafa þær lagt fram verulega fjármuni til byggingar Barnaspítalans og tækjakaupa," samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert