Dæmdur aftur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Karl­maður á sex­tugs­aldri, Jón Pét­urs­son, var í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag dæmd­ur í fang­elsi í fimm ár fyr­ir að hafa haldið fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sinni nauðugri, beitt hana grófu kyn­ferðisof­beldi og öðru of­beldi í des­em­ber 2006. Jón var í dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyr­ir ít­rekaðar nauðgan­ir og hrotta­leg­ar lík­ams­árás­ir gegn fyrr­ver­andi unn­ustu sinni auk frek­ari lík­ams­árása gegn ann­arri konu sem var sam­býl­is­kona hans um tíma. Hæstirétt­ur staðfesti þann dóm nú í apríl.

Jón var dæmd­ur til þess að greiða kon­unni 1,5 millj­ón króna í skaðabæt­ur auk þess sem hon­um var gert að greiða tæp­lega 1,6 millj­ón­ir í sak­ar­kostnað. Til frá­drátt­ar refs­ingu kem­ur gæslu­v­arðhald í 53 daga.

Jón var ákærður fyr­ir að hafa nauðgað kon­unni tví­veg­is og beitt hana ann­ars­kon­ar of­beldi. Héraðsdóm­ur taldi ósannað að Jón hefði nauðgað kon­unni oft­ar en einu sinni en sak­felldi hann að öðru leyti í sam­ræmi við ákæru. Seg­ir dóm­ur­inn, að brot Jóns gagn­vart kon­unni hafi verið sér­lega hrotta­feng­in og lang­vinn og valdið henni mikl­um lík­am­leg­um áverk­um. Þá hafi hann notað kjötöxi og búr­hníf í at­lög­unni. Seg­ir dóm­ur­inn að gögn máls­ins beri með sér að brot Jóns hafi haft í för með sér al­var­leg­ar lík­am­leg­ar og and­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir kon­una.

Þá seg­ir dóm­ur­inn, að maður­inn hafi í októ­ber 2006 verið dæmd­ur í 5 ára fang­elsi m.a. fyr­ir nauðgun, frels­is­svipt­ingu og lík­ams­árás gagn­vart þrem kon­um og hafi brot hans verið einkar sví­v­irðilegt í því ljósi.

Í dómn­um er vísað til geðrann­sókn­ar, sem gerð var á Jóni í des­em­ber en þar kem­ur fram að hafi orðið fyr­ir höfuðslysi fyr­ir sjö árum. Sú spurn­ing hafi vaknað hvort Jón hafi orðið fyr­ir fram­heilaskaða í slys­inu. Fram­heilaskaði geti haft í för með sér hömlu­leysi, dómgreind­ar­brest og ákveðnar per­sónu­leika­breyt­ing­ar. Héraðsdóm­ur seg­ir hins veg­ar að lýs­ing­ar á hegðunar­breyt­ing­um Jóns í kjöl­far slyss­ins lík­ist ekki al­geng­um af­leiðing­um fram­heilaskaða. Rann­sókn­ir í tengsl­um við geðrann­sókn­ina hafi eng­in merki sýnt um heilaskaða í kjöl­far áverka. Miklu lík­legra sé að breyt­ing­ar sem orðið hafi á Jóni und­an­far­in ár megi rekja til mjög mik­ill­ar áfeng­isneyslu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert