Ekkert lát á innflutningi erlends vinnuafls

Fjöldi veittra at­vinnu­leyfa til er­lends verka­fólks jókst veru­lega í maí sl. eða um 54% milli ára sam­kvæmt töl­um frá Vinnu­mála­stofn­un, sem fjallað er um í ½5 frétt­um Kaupþings. Seg­ir Grein­ing­ar­deild Kaupþings þetta benda til þess, að auk­inni eft­ir­spurn eft­ir vinnu­afli sé svarað með aðflutn­ingi vinnu­afls frá öðrum lönd­um.

Seg­ir í ½5 frétt­um, að lík­legt megi telja að ekk­ert lát verði á aðflutn­ingi vinnu­afls meðan at­vinnu­leysi sé í sögu­legri lægð eða um 1,1% um þess­ar mund­ir. Þess­ar töl­ur séu enn ein vís­bend­ing­in um að mik­il um­fram­eft­ir­spurn sé hér á landi sem sjá­ist m.a. á auk­inni veltu á fast­eigna­markaði.

Pól­verj­ar bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvort sem litið er til veit­ing­ar rík­is­fanga eða fjölda er­lendra rík­is­borg­ara hér á landi. Mik­ill kipp­ur kom í aðflutn­ing Pól­verja hingað til lands árið 2004. Á sama ári gengu Pól­verj­ar í ESB og fengu aðgang að vinnu­mörkuðum Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins. Pól­verj­ar eru nú um 2% lands­manna og þá eru ótald­ir þeir Pól­verj­ar sem hlotið hafa ís­lenskt rík­is­fang.

Vöxt­ur hef­ur orðið í öll­um hóp­um aðfluttra er­lendra rík­is­borg­ara síðan árið 2000 að Norður­landa­bú­um und­an­skild­um, en hlut­fall þeirra hér á landi hef­ur verið til­tölu­lega stöðugt und­an­far­in 17 ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert