Félagsmálaráðherra útilokar ekki kynjakvóta

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, útilokar ekki kynjakvóta á stjórnunarstöður á vegum hins opinbera. Slíkt hafi gefið góða raun í Noregi og ljóst að hvatning fyrrverandi ríkisstjórnar til fyrirtækja um að fjölga konum í stjórnunarstöðum, hafi ekki dugað til.

Nýskipaður félagsmálaráðherra, sagði í viðtalið við fréttavef Morgunblaðsins í dag helst hafa áhyggjur af þrennu hvað jafnrétti kynjanna varðar. Það sé of kynskiptur vinnumarkaður, viðvarandi launamunur kynjanna og áhyggjur af umönnunarstéttum samfélagsins sem vinna í leikskólum, elliheimilum og á sjúkrahúsum.

Í grein sem ráðherrann skrifar í Morgunblaðinu í dag í tilefni af 19.júní, segir Jóhanna að vanmat á störfum umönnunarstétta viðhaldi launamisrétti í samfélaginu og að ríkisstjórnin hafi sett í forgang að endurmeta laun kvenna hjá hinu opinbera. En nákvæmlega hvernig ætlar nýr ráðherra jafnréttismála að beita sér fyrir launahækkun kvenna í umönnunarstéttum ?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert