Hanna Birna telur einróma kjör sitt endurspegla góðan starfsanda í borgarstjórn

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem í dag var einróma kjörin forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, segir að sér þyki mjög vænt um að hafa hlotið þennan stuðning, sem hún kveðst telja að megi rekja til þess góða starfsanda er verið hafi í borgarstjórn á undanförnu ári. Hanna Birna er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjóra mun þetta vera í annað skipti í sögu borgarstjórnar sem forseti borgarstjórnar er kjörinn með atkvæðum allra borgarfulltrúa. Þetta gerðist áður árið 2004, þegar Árni Þór Sigurðsson, þáverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, var endurkjörinn forseti borgarstjórnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert