„Við bregðumst við af hörku gegn hraðakstri og okkar menn verða ekki lengi Postular ef þeir brjóta reglurnar. Við veitum okkar félögum alvarlegar áminningar ef þeir brjóta reglurnar og menn virða það. Við viljum að lögreglan hafi búnað eins og naglabelti til að stöðva hjól sem eru á flótta undan lögreglunni og virða ekki stöðvunarmerki.” sagði Baldur Róbertsson formaður bifhjólasamtakanna Postulanna á Suðurlandi.
Postularnir taka nú þátt í viðræðum við yfirvöld um aðgerðir til að koma í veg fyrir hraðakstur bifhjólamanna.
Baldur er mikill áhugamaður um ökutæki, þar á meðal fornbíla og bifhjól. Í vikunni brann viðgerða- og sprautuverkstæði sem hann og félagar hans áttu. Þar inni var torfæruhjól, árgerð 1971 sem átti að breyta í „Lowrider hjól”. „Þetta verður aldrei hjól,” sagði Baldur og mátaði hjólagrindina sem dregin var út úr brunarústunum.