Harður árekstur varð í Hörgárdal nú rétt eftir hádegi þegar tveir bílar skullu saman. Ökumenn, báðar konur, slösuðust og hefur önnur þeirra verið lögð inn til aðhlynningar og frekari rannsókna á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en hin er enn í skoðun. Ástand beggja er stöðugt, segir Magnús Stefánsson, staðgengill framkvæmdarstjóra lækningarsviðs.
Báðir ökumenn voru fluttir með sjúkrabíl á FSA. Ekki voru fleiri farþegar í bílunum. Bílarnir, sem eru óökufærir, hafa verið fjarlægðir af vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.