Var um tvo tíma að innbyrða ferlíkið á sjóstöng

Þjóðverjinn með stórlúðuna
Þjóðverjinn með stórlúðuna mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Eft­ir Steinþór Guðbjarts­son

steint­hor@mbl.is

Þýsk­ur ferðamaður, Andre Ros­set, fékk draum sinn upp­fyllt­an í gær, þegar hann setti í stór­lúðu á Súg­andafirði. „Ég hef reynt að veiða lúðu í mörg ár án ár­ang­urs og svo lendi ég á þessu ferlíki," seg­ir hann, en lúðan var 175 kg og 240 cm.

Í gær lauk sjö daga sjó­stanga­veiðimóti sem Hvíld­arklett­ur ehf. á Suður­eyri stóð fyr­ir og var Andre Ros­set í hópi 80 þýskra þátt­tak­enda. „Hún beit á og við tók mik­ill slag­ur í rúm­lega tvo tíma," seg­ir hann. „Eft­ir mik­il átök náði ég lúðunni að bátn­um, en missti hana aft­ur til botns," seg­ir fiski­maður­inn. „Bar­átt­an hélt áfram og loks tókst mér að inn­byrða hana."

Sam­kvæmt bók­inni Íslensk­ir fisk­ar (2006) veidd­ist 266 kg lúða við Ísland 1935 og er hún tal­in sú stærsta sem hér hef­ur veiðst. Fyr­ir skömmu var komið með 181 kg lúðu til Djúpa­vogs og veidd­ist hún á línu en sjó­menn á Suður­eyri telja að ekki hafi veiðst stærri lúða á sjó­stöng. „Mér er sagt að þetta sé Evr­ópu­met," seg­ir Þjóðverj­inn.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka