Var um tvo tíma að innbyrða ferlíkið á sjóstöng

Þjóðverjinn með stórlúðuna
Þjóðverjinn með stórlúðuna mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Eftir Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Þýskur ferðamaður, Andre Rosset, fékk draum sinn uppfylltan í gær, þegar hann setti í stórlúðu á Súgandafirði. „Ég hef reynt að veiða lúðu í mörg ár án árangurs og svo lendi ég á þessu ferlíki," segir hann, en lúðan var 175 kg og 240 cm.

Í gær lauk sjö daga sjóstangaveiðimóti sem Hvíldarklettur ehf. á Suðureyri stóð fyrir og var Andre Rosset í hópi 80 þýskra þátttakenda. „Hún beit á og við tók mikill slagur í rúmlega tvo tíma," segir hann. „Eftir mikil átök náði ég lúðunni að bátnum, en missti hana aftur til botns," segir fiskimaðurinn. „Baráttan hélt áfram og loks tókst mér að innbyrða hana."

Samkvæmt bókinni Íslenskir fiskar (2006) veiddist 266 kg lúða við Ísland 1935 og er hún talin sú stærsta sem hér hefur veiðst. Fyrir skömmu var komið með 181 kg lúðu til Djúpavogs og veiddist hún á línu en sjómenn á Suðureyri telja að ekki hafi veiðst stærri lúða á sjóstöng. „Mér er sagt að þetta sé Evrópumet," segir Þjóðverjinn.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert