Vörubílar ekki teknir

Lögregla hefur kyrrsett bíla sem voru með frámunalega illa frágenginn …
Lögregla hefur kyrrsett bíla sem voru með frámunalega illa frágenginn farm mbl.is/Kristinn
Eft­ir Örlyg Stein Sig­ur­jóns­son

orsi@mbl.is

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi á ofsa­akstri tveggja bif­hjóla­manna á Hell­is­heiði um fyrri helgi, sem endaði með útafa­kstri og al­var­legu slysi á Breiðholts­braut, stend­ur yfir af full­um krafti. Sá öku­mann­anna sem slasaðist ligg­ur í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans en er þó vaknaður að sögn lækn­is.

Fé­lagi hans verður hins veg­ar kallaður fyr­ir í skýrslu­töku hjá lög­reglu á næst­unni. Lög­regl­an tók bif­hjól­in af mönn­un­um og geym­ir þau þangað til héraðsdóm­ur tek­ur af­stöðu til boðaðrar kröfu sýslu­manns­ins á Sel­fossi, Ólafs Helga Kjart­ans­son­ar, um að hjól­in verði gerð upp­tæk. Ef kraf­an verður samþykkt þýðir það að menn­irn­ir fá hjól­in aldrei aft­ur.

Sýslu­manni er heim­ilt að gera þessa kröfu sam­kvæmt nýj­um lög­um frá Alþingi þar sem seg­ir m.a. að þegar um stór­felld­an eða ít­rekaðan hraðakst­ur, eða akst­ur sem telst sér­stak­lega víta­verður, sé að ræða megi gera vél­knúið öku­tæki sem öku­skír­teini þarf til að stjórna upp­tækt, nema það sé eign manns sem ekk­ert er viðriðinn brotið.

Vöru­bíl­stjór­ar fá visst svig­rúm

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert