Vörubílar ekki teknir

Lögregla hefur kyrrsett bíla sem voru með frámunalega illa frágenginn …
Lögregla hefur kyrrsett bíla sem voru með frámunalega illa frágenginn farm mbl.is/Kristinn
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson

orsi@mbl.is

Rannsókn lögreglunnar á Selfossi á ofsaakstri tveggja bifhjólamanna á Hellisheiði um fyrri helgi, sem endaði með útafakstri og alvarlegu slysi á Breiðholtsbraut, stendur yfir af fullum krafti. Sá ökumannanna sem slasaðist liggur í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans en er þó vaknaður að sögn læknis.

Félagi hans verður hins vegar kallaður fyrir í skýrslutöku hjá lögreglu á næstunni. Lögreglan tók bifhjólin af mönnunum og geymir þau þangað til héraðsdómur tekur afstöðu til boðaðrar kröfu sýslumannsins á Selfossi, Ólafs Helga Kjartanssonar, um að hjólin verði gerð upptæk. Ef krafan verður samþykkt þýðir það að mennirnir fá hjólin aldrei aftur.

Sýslumanni er heimilt að gera þessa kröfu samkvæmt nýjum lögum frá Alþingi þar sem segir m.a. að þegar um stórfelldan eða ítrekaðan hraðakstur, eða akstur sem telst sérstaklega vítaverður, sé að ræða megi gera vélknúið ökutæki sem ökuskírteini þarf til að stjórna upptækt, nema það sé eign manns sem ekkert er viðriðinn brotið.

Vörubílstjórar fá visst svigrúm

Önnur umferðarvá sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarin misseri, og jafnframt hefur ítrekað skapað stórhættu, varðar illa frágenginn farm flutningabíla. Hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu m.a. margsinnis gripið til þess að kyrrsetja bíla sem voru með frámunalega illa frágenginn farm, en þau viðurlög eru þó ekki viðlíka ströng og þau sem að framan gat gagnvart bifhjólunum. Þótt flutningabílar séu kyrrsettir þýðir það hvorki að lögreglan leggi hald á þá hvað þá að þeir séu gerðir upptækir með dómi, heldur fá bílstjórarnir svigrúm til að laga farminn eða kalla í aðstoðarbíl til að dreifa byrðinni. Í lögum er ekki leyfilegt að krefjast þess fyrir dómstóli að flutningabílar verði gerðir upptækir í þessu samhengi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert