Búrhval rak á land við Stokkseyri

Lögreglan skoðar búrhvalshræið við Stokkseyri.
Lögreglan skoðar búrhvalshræið við Stokkseyri. mbl.is/Guðmundur Karl

Hræ af allt að 15 metra löngum búrhvalstarfi hefur rekið á land við Stokkseyri. Tilkynnt var um hvalrekann í dag og kannaði lögreglan aðstæður í fjörunni nú eftir hádegi. Hvalurinn hefur greinilega legið í fjörunni í einhvern tíma en er þó ekki farinn að rotna mikið.

Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar mun rannsaka hvalinn en það er síðan á verksviði sveitarfélagsins Árborgar að farga honum í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert