Esja eftir vinnu og á Jónsmessunni

00:00
00:00

For­svars­menn ferðafé­laga hafa orðið var­ir við auk­inn áhuga Íslend­inga á úti­vist á und­an­förn­um mánuðum og árum og á það bæði við um úti­vist í nán­asta ná­grenni og ferðalög inn­an­lands. Hjá Ferðafé­lagi Íslands hef­ur fé­lags­mönn­um fjölgað mikið á und­an­för­um árum og eru þeir nú um 7.000 tals­ins.

Ferðafé­lag Íslands verður átta­tíu ára síðar á þessu ári og inn­an þess starfa 10 deild­ir víða um land sem eiga og reka skála og halda úti ferðum all­an árs­ins hring.

Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, hjá Ferðafé­lagi Íslands, seg­ir að á höfuðborg­ar­svæðinu hafa áhersla einnig verið lögð á að kynna Esj­una sem úti­vist­ar­svæði. Efnt sé til viku­legra Esju­ganga á miðviku­dög­um sem beri yf­ir­skrift­ina „Esja eft­ir vinnu” auk þess sem unnið sé að því að koma upp upp­hit­un­ar­tækj­um við ræt­ur fjalls­ins fyr­ir al­menn­ing. Þá verður efnt til mik­ill­ar dag­skrár við ræt­ur fjalls­ins og á því á Jóns­mess­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka