Fæðingarorlof styttra þar sem karlmenn stjórna

Bryndís Jónsdóttir
Bryndís Jónsdóttir mbl.is/Kristinn
Eft­ir Gunn­hildi Finns­dótt­ur

gunn­hild­ur@mbl.is

Und­ir­menn karl­kyns stjórn­enda taka styttra fæðing­ar­or­lof, skipta or­lofinu oft­ar upp í nokkra hluta og sinna starf­inu frek­ar að ein­hverju leyti á meðan á því stend­ur. Kon­um þykir fæðing­ar­or­lofið frek­ar ógna starfs­ör­yggi sínu ef þær vinna und­ir stjórn karl­manns. Þetta kem­ur fram í yf­ir­grips­mik­illi könn­un á reynslu fólks í fæðing­ar­or­lofi. Könn­un­in var unn­in í tengsl­um við masters­rit­gerð Bryn­dís­ar Jóns­dótt­ur í mannauðsstjórn­un.

Niður­stöður Bryn­dís­ar benda til þess að á vinnu­stöðum sem kon­ur stýra sé al­mennt já­kvæðara viðhorf til fæðing­ar­or­lofs en þar sem karl­ar stjórna. Und­ir­menn kvenna töluðu frek­ar um að or­lofstak­an hefði verið álit­in sjálfsagt mál og að þeir hefðu fundið fyr­ir já­kvæðum viðbrögðum yf­ir­manna og sam­starfs­fólks. Ólík viðbrögð sam­starfs­fólks geta skýrst af því að kyn­in bregðast með ólík­um hætti við fjar­veru und­ir­manna sinna. Yf­ir­menn for­eldra í fæðing­ar­or­lofi þurfa aug­ljós­lega að finna ein­hvern til þess að taka við verk­efn­um þeirra á meðan á or­lofinu stend­ur. Kven­kyns stjórn­end­ur leysa það oft­ast með því að ráða af­leys­inga­mann­eskju, en karl­kyns stjórn­end­ur dreifa frek­ar verk­efn­um á sam­starfs­fólk þess sem er í fæðing­ar­or­lofi.

Meiri áhrif á feður

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert