Fæðingarorlof styttra þar sem karlmenn stjórna

Bryndís Jónsdóttir
Bryndís Jónsdóttir mbl.is/Kristinn
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur

gunnhildur@mbl.is

Undirmenn karlkyns stjórnenda taka styttra fæðingarorlof, skipta orlofinu oftar upp í nokkra hluta og sinna starfinu frekar að einhverju leyti á meðan á því stendur. Konum þykir fæðingarorlofið frekar ógna starfsöryggi sínu ef þær vinna undir stjórn karlmanns. Þetta kemur fram í yfirgripsmikilli könnun á reynslu fólks í fæðingarorlofi. Könnunin var unnin í tengslum við mastersritgerð Bryndísar Jónsdóttur í mannauðsstjórnun.

Niðurstöður Bryndísar benda til þess að á vinnustöðum sem konur stýra sé almennt jákvæðara viðhorf til fæðingarorlofs en þar sem karlar stjórna. Undirmenn kvenna töluðu frekar um að orlofstakan hefði verið álitin sjálfsagt mál og að þeir hefðu fundið fyrir jákvæðum viðbrögðum yfirmanna og samstarfsfólks. Ólík viðbrögð samstarfsfólks geta skýrst af því að kynin bregðast með ólíkum hætti við fjarveru undirmanna sinna. Yfirmenn foreldra í fæðingarorlofi þurfa augljóslega að finna einhvern til þess að taka við verkefnum þeirra á meðan á orlofinu stendur. Kvenkyns stjórnendur leysa það oftast með því að ráða afleysingamanneskju, en karlkyns stjórnendur dreifa frekar verkefnum á samstarfsfólk þess sem er í fæðingarorlofi.

Meiri áhrif á feður

Kyn yfirmanns hefur meiri áhrif á karla en konur þegar kemur að því að taka fæðingarorlof. Þannig nýta feður sem vinna undir stjórn annars karls sér minna af sameiginlegum orlofsrétti en feður sem hafa kvenkyns yfirmann. "Þetta hefur greinilega ofboðslega mikil áhrif á feður, auk þess að taka lengra orlof þá skipta þeir orlofinu minna upp og vinna minna heima hjá sér ef þeir starfa undir stjórn kvenna," segir Bryndís. Hún telur að á vinnustöðum sem konur stjórna sé hugsanlega meiri umræða um börn og fjölskylduna og karlmenn því ófeimnari við að gera ráðstafanir vegna barneigna.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert