Ljóðabók Einars Más fær góða dóma

Einar Már Guðmundsson.
Einar Már Guðmundsson.

Ljóðabók Einars Más Guðmundssonar, Ég stytti mér leið framhjá dauðanum, kom um mánaðamótin út í Danmörku í þýðingu Eriks Skyum-Nielsens. Um svipað leyti var Einar Már gestur ljóðahátíðar á Norðurbrú í Kaupmannahöfn ásamt fleiri erlendum gestum og kom þar að auki fram ásamt Jóhannesi Møllehave á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Í tilkynningu frá Eddu útgáfu segir, að danska þýðingin á ljóðasafninu hafi hlotið mikla athygli og jákvæðir ritdómar hafi birst í öllum helstu blöðum Danmerkur, auk Flensborg Avis sem kemur út á dönsku í Þýskalandi. Þá Skyum-Nielsen fengið mikið lof fyrir þýðinguna.

Í viðtali, sem birtist við Einar Má í Information, er hann m.a. spurður um skyndilega innkomu Íslendinga í viðskiptalíf Danmerkur. Einars Már telur að þessir menn spretti upp úr hinu stéttlausa íslenska þjóðfélagi og bjóði sjálfsöruggir snobbuðu dönsku og bresku viðskiptalífi byrginn. Það sé þess vegna sorglegt til að þess að hugsa, að lítil stéttaskipting og mikill jöfnuður sé nú að hverfa vegna umsvifa þessara sömu fjármálamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert