Mótmæla því að fána Taívans sé flaggað

Fánar hluta af þátttökuþjóðunum í Laugardal.
Fánar hluta af þátttökuþjóðunum í Laugardal. mbl.is/Kristinn

Kínverjar hafa mótmælt því við utanríkisráðuneytið, að til stendur að flagga fána Taívans á Alþjóðaleikum ungmenna, sem settir verða í Laugardal á morgun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og var þar haft eftir framkvæmdastjóra leikanna, að Kínverjar vilji að ólympíufánanum verði flaggað í stað taívanska fánans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka