Ók fram úr skjaldböku á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði

AP

Ökumaður sem leið átti um Skutuls­fjarðarbraut á Ísaf­irði vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar hann ók fram úr skjald­böku sem leið átti um veg­inn á tólfta tím­an­um í dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu var skjald­bak­an, sem veg­ur 1,2 kg, á hægri ferð norður veg­inn en þarna er 60 km. há­marks­hraði. Skjald­bök­unni var boðið far á lög­reglu­stöðina á Ísaf­irði hvar hún hvíldi lúin bein.

Ekki er vitað hvaðan skjald­bak­an kom en grun­ur leik­ur á að hún hafi stungið eig­anda sinn af. Nátt­úru­stofa Vest­fjarða fékk dýrið til varðveislu en inn­flutn­ing­ur slíkra dýra er bannaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert