Skattkort geymd á Skagaströnd

„Fólki vefst tunga um tönn þegar því er sagt að skattkortin séu geymd á Skagaströnd," segir Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri hjá Eflingu stéttarfélagi. Eins og fram hefur komið var skrifstofa Vinnumálastofnunar, sem annast umsýslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, opnuð á Skagaströnd 4. maí sl. Við það urðu til sjö ný skrifstofustörf á staðnum.

Úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta í Reykjavík er því ekki lengur hjá Eflingu og VR. Skattkort þeirra sem skráðir eru atvinnulausir eru send til Skagastrandar en að sögn Þráins eru þegar dæmi um að fólk hafi komið á skrifstofu Eflingar til að sækja skattkortin en fengið þau svör að því miður hafi öll skattkort verið flutt á Skagaströnd. "Okkur finnst þetta fráleit stefna."

Meðalfjöldi atvinnulausra á landinu var 1.760 manns í maí og voru 967 á höfuðborgarsvæðinu.

Í umfjöllun á vefsíðu Eflingar segir: "Margir spyrja í afgreiðslu Eflingar hvort það sé ekki rétt að flestir hinna atvinnulausu séu á höfuðborgarsvæðinu. Svarið er jú. Það er rétt. Hvað eru skattkortin okkar þá að gera á Skagaströnd? Svarið höfum við ekki því að það er ekkert skynsamlegt svar til sem gengur ekki þvert á dómgreind hins almenna manns. Við bendum hins vegar þessu forviða fólki á að hafa samband við Vinnumálastofnun sem mótaði þessa fráleitu stefnu um að færa þjónustuna við fólkið sem lengst frá fólkinu sjálfu." Efling vonast eftir að nýr félagsmálaráðherra breyti þessum vinnubrögðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert