Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis kom saman til fundar í dag. Þar fóru sérfræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar yfir skýrslu sína um ástand og horfur helstu nytjafiska við landið. Jafnframt kom Guðrún Marteinsdóttir prófessor við HÍ á fund nefndarinnar, en hún starfaði áður á Hafrannsóknastofnuninni.
Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði eftir fundinn að þar hefði verið farið yfir skýrslu Hafró og tillögur stofnanarinnar um hámarksafla í þorski. Þetta hefði verið mjög fróðlegt. Farið hefði verið yfir þær forsendur sem lágu til grundvallar tillögunni um 130.000 tonna hámarksafla af þorski og framkvæmd togararallsins og þær forsendur, sem þar er byggt á, rannsóknar- og vöktunaraðferðir sem Hafró notaði.