Þingnefnd fjallaði um ástandsskýrslu Hafró

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd Alþing­is kom sam­an til fund­ar í dag. Þar fóru sér­fræðing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar yfir skýrslu sína um ástand og horf­ur helstu nytja­fiska við landið. Jafn­framt kom Guðrún Marteins­dótt­ir pró­fess­or við HÍ á fund nefnd­ar­inn­ar, en hún starfaði áður á Haf­rann­sókna­stofn­un­inni.

Arn­björg Sveins­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar, sagði eft­ir fund­inn að þar hefði verið farið yfir skýrslu Hafró og til­lög­ur stofn­an­ar­inn­ar um há­marks­afla í þorski. Þetta hefði verið mjög fróðlegt. Farið hefði verið yfir þær for­send­ur sem lágu til grund­vall­ar til­lög­unni um 130.000 tonna há­marks­afla af þorski og fram­kvæmd tog­ar­aralls­ins og þær for­send­ur, sem þar er byggt á, rann­sókn­ar- og vökt­un­araðferðir sem Hafró notaði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka