Vill Garðyrkjuskólann á Flúðir

Við uppskeru á Flúðum.
Við uppskeru á Flúðum. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, segir upplagt að flytja Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum yfir á Flúði. Sá staður sé mekka garðyrkjumanna og liðlega 80% garðyrkjuframleiðslu á Íslandi fari fram í hreppnum.

„Skólinn hefur verið í ákveðinni tilvistarkreppu og fjársvelti um nokkurn tíma,“ segir Ísólfur sem varpaði fyrst fram hugmyndinni í pistli í Pésanum.

„Garðyrkja er græn stóriðja og hvar væri skólinn betur staðsettur en á Flúðum? Á Flúðum starfa framsæknir garðyrkjumenn sem sækja þekkingu út fyrir land steinanna. Þar eru ennfremur hvað mestar framfarir í þróun á ræktun, með gagnmerkum tilraunum. Og það á öllum sviðum ræktunar.“

Ísólfur segist hafa séð ástæðu til þess að henda þessari hugmynd fram og hyggst hann kappkosta að fylgja henni eftir. „Uppbygging nýs garðyrkjuskóla á Flúðum er kjörið tækifæri fyrir nýja ríkisstjórn til þess að láta til sín taka þessum spennandi og nútímalega málaflokki.“

Suðurland.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert