Alcan óskar framlengingar á samkomulagi við Landsvirkjun

Eftir Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Forsvarsmenn Alcan áttu í gær fund með fulltrúum Landsvirkjunar vegna viljayfirlýsingar Alcan og Landsvirkjunar frá því í fyrra um gerð raforkusamnings til stækkunar álversins í Straumsvík. Á fundinum í gær fóru forsvarsmenn Alcan fram á að viljayfirlýsingin um forgang fyrirtækisins að raforku yrði framlengd en að óbreyttu fellur hún úr gildi 30. júní næstkomandi. Fulltrúar Landsvirkjunar svöruðu því til að þeir myndu skoða á næstu dögum hvort framlenging samkomulagsins kæmi til greina og þá með hvaða skilyrðum, samkvæmt upplýsingum Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert