Fjölmennur fundur á Selfossi um skipulagsmál

Byrjað er að rífa hús sem eiga að víkja vegna …
Byrjað er að rífa hús sem eiga að víkja vegna nýs skipulags á Selfossi. mbl.is/GSH

Miðbæjarfélagið efndi til fundar á Selfossi í kvöld þar sem rætt var um umdeilt deiliskipulag miðbæjarins. Fjölmenni var á fundinum, og var á fundargestum að heyra að þeir væru tilbúnir til málamiðlunar og teldu til greina koma að leyfa byggingar háhýsa gegn því að ekki yrði hróflað við svonefndum Bæjargarði.

Bæjarfulltrúar höfðu verið boðaðir á fundinn en mættu ekki, og gagnrýndi félagið þá fyrir að geta ekki komið að fundinn sem boðaður hafi verið með fjögurra daga fyrirvara.

Töluverðar deilur standa nú um skipulagsmál í miðbæ Selfoss þar sem til stendur að byggja upp miðbæ með torgi, bæjargarði og þjónustu- og íbúðarbyggingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert