Foreldrar ánægðir með þjónustu leikskólanna í Reykjavík

Þorri for­eldra leik­skóla­barna í Reykja­vík, 93%, er mjög eða frek­ar ánægður með þjón­ustu leik­skól­anna og 97% for­eldra telja sýnt að barn­inu þeirra líði þar vel. Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un meðal for­eldra sem gerð var á veg­um Leik­skóla­sviðs og kynnt í leik­skólaráði í vik­unni.

Mik­il ánægja var líka með for­eldraviðtöl (92%) og 93% for­eldra töldu leik­skól­ann koma vel til móts við vits­munaþroska barns­ins í fag­legu starfi.

Þá kom fram í könn­un­inni að 9 af hverj­um 10 for­eldr­um sem eiga barn sem fær sérþjón­ustu í leik­skóla, s.s. vegna fötl­un­ar, of­næm­is, tungu­máls, þroskafrávika eða hegðuan­rerfiðleika, eru ánægð með þá þjón­ustu.

Helst töldu for­eldr­ar leik­skóla­barna að bæta mætti upp­lýs­inga­miðlun, s.s. á heimasíðum, og kynn­ingu á nýju starfs­fólki í leik­skól­an­um. Alls tók 3141 for­eldri þátt í könn­un­inni sem eru um 64% allra for­eldra leik­skóla­barna í borg­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert