Hjúkrunarfræðingar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi ætla að efna til fjöldagöngu í Reykjavík næstkomandi þriðjudag, 26. júní, til að minnast þeirra sem farist hafa í umferðinni og sýna samhug og samstöðu með þeim sem slasast hafa þar alvarlega. Markmiðið er að vekja þjóðina alvarlega til umhugsunar um alvarlegar afleiðingar hraðaksturs og þess að aka bíl undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja.
Ákvörðun um gönguna á sér skamman aðdraganda, einungis fáeina sólarhringa. Aðstandendur göngunnar hafa hins vegar nú þegar fengið mikla hvatningu og góðan stuðning um mörgum áttum, meðal annars úr röðum annarra starfshópa í heilbrigðisþjónustunni, frá slökkviliðsmönnum, lögreglumönnum og prestum. Í ljósi þessa var ákveðið að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, að því er segir í tilkynningu.